- 200 g rjóma súkkulaði
- 200 g dökkt súkkulaði
- 100 g smjör
- 3 tsk. sýróp
- ca 50 g valhnetukjarnar*
- ca 50 g möndlur*
- ca 50 g trönuber*
- ca 50 g döðlur*
*þetta ætti samtals að vera um 250g, má vera örlítið meira og má skipta út eða bæta í t.d. kókosflögur, herslihnetur eða hvað sem hugurinn girnist.
Aðferð:
Byrjum á því að saxa niður valhnetukjarnana, möndlurnar, trönuberin og döðlunar og það sett til hliðar.
Súkkulaði, smjöri og sýrópi er blandað saman í pott og látið bráðna varlega saman og hrært stöðugt í á meðan blandan er að bráðna og samlagast.
Því næst er blandað út í fyllngunni sem við söxuðum niður áðan og hrært létt saman. Blandan er því næst sett í form og látið kólna.
ath gott er að klæða formið að innan með filmu áður en blöndunni er hellt þar útí.
Þegar súkkulaðið er storknað er það tekið úr forminu og skorið niður í litla bita.
Best er að geyma þessa í kæli 🙂
Fann þessa í jólablaði morgunblaðsins ’09.
Fyrst sett á bloggið í nóvember 2010 – endurbirt 2018 með myndum og smá breytingum.