Elska að búa til konfekt til að eiga á Aðventunni… Skemmir ekki ef það er krakkavænt að gera þannig að ég fái auka hendur 😉
Krökkunum fannst fyllingin í þessu svo góð að ég er ekki frá því að hérumbil helmingurinn hafi farið í litla munna í stað þess að mynda kúlur fyrir hjúpun 🙂
- 100 g núggat
- 35 g valhnetur
- 100 g marsipan
- 50 g flórsykur
- 100 g Síríus rjómasúkkulaði
Hjúpur:
100 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)
Við byrjum á því að brytja niður núggatið, valhneturnar, marsipanið og Síríus rjómasúkkulaðið.
Það er allt sett í matvinnsluvél og hakkið mjög vel saman.
Mótið litlar kúlur úr blöndunni og kælt.
Hjúpið kúlurnar með Síríus suðusúkkulaði (konsum) og njótið.
Hugmynd: Hér má sleppa valhnetunum og hafa rjómasúkkulaði með hnetum.