Kartöflukonfekt með piparmintubragði
- 1 meðalstór soðin kartafla
- 500-600gr. Flórsykur
- Piparmintudropar eftir smekk (hér má skipta piparmintunni út fyrir annarskonar bragðefni eins og t.d. banana, appelsínu eða hverju sem hugurinn girnist.
Hjúpur: Suðusúkkulaði og Kókosmjöl
Hnoðið saman kartöflunni og flórsykrinum. Blandið piparmyntudropunum saman við og smakkið á milli.
Gaman er að setja örlítinn matarlit saman við (t.d. grænan með mintunni, gulan með banana og svo frv..
Mótið hæfilega stórar kúlur úr deiginu og setjið á bökunarpappír. Hjúpið kúlurnar með suðusúkkulaðinu og veltið e.t.v. upp úr kókos
ATH: að deigið er mjög fljótt að stífna og því þarf að móta kúlurnar fljótt.