Birtist í Húsfreyjunni 1tbl 2010
fyrir 4-6
- 4 kjúklingabringur
- 1dl sweet hot chilli sósa
Skera bringur í ræmur og steikja í vel heitri feiti. Hellið sósunni yfir og látið malla í 3-5 mín.
Sósa:
- 1/2 bolli olía
- 1/4 bolli balsamic edik
- 2 msk hrásykur
- 2 msk sojasósa
Soðið saman í ca 1 mín. kælt og hrært í á meðan svo að sósan skiljist ekki.
Núðlublanda:
- 1 poki instant núðlur (þessar fyrir “fátæka námsmanninn”)
- 4 msk möndluflögur
- 2 msk sesamfræ
Myljið núðlurnar og ristið á þurri pönnu. Bætið möndlunum og sesam fræjunum við og ristið áfram eða þar til allt er orðið ljósbrúnt, kælið.
Salatblanda:
- 1poki salat, gott að hafa blandað eða amk e-ð bragðsterkt í bland
- 10 litlir tómatar eða 4 stórir (má sleppa)
- 1 mangó (eða ananas eða epli)
- 1 rauðlaukur
Salatið skolað vel og sett í stóra skál/fat. Laukur og mangó (ananas/epli og stórir tómatar ef notað) og blandið vel saman við salatið ásamt litlu tómötunum.
Bætið hluta af núðlublöndunni og sósunni yfir. Að lokum volgum kjúklingabitum ofan á.
Borið fram með hvítlauksbrauði og afganginum af núðlublöndunni & sósunni.
geggjað góður – búin að stela uppskriftinni 😉