Eru í raun og veru fræ, en eru yfirleitt flokkaðar með baunum.
Í útliti eru þær hrukkóttar, óreglulegar í laginu og í mörgum litbrigðum (svörtum, rauðum og gulum). Hægt er að kaupa þurrkaðar, niðursoðnar og í mjöli.
Þurrkaðar þarf að leggja í bleyti í um 18 klst og sjóða í um 80 mín. Niðursoðnar eru þær tilbúnar til notkunar en mjölið er helst notað í bakstur.
Kjúklingabaunir eru án kólesteróls en ríkar af próteini, steinefnum og kolvetnum.
Kjúklingabaunir eru notaðar í súpur, allskyns mauk, hummus og kássur, t.d. í Frakklandi, Spáni og í Mið-Austurlöndum. Þær eru gjarnan notaðar í sósur fyrir couscous og henta vel í ýmis salöt og grænmetisbuff. Þær eru einnig góðar marineraðar í olíu og hvítlauk. Þá mætti einnig þurrista þær á pönnu eða í ofni og strá sjávarsalti og góðu kryddi yfir þær og borða sem snakk. Kjúklingabaunir eru auðmeltanlegar.
Kjúklingabaunir eru notaðar í súpur, allskyns mauk, hummus og kássur, t.d. í Frakklandi, Spáni og í Mið-Austurlöndum. Þær eru gjarnan notaðar í sósur fyrir couscous og henta vel í ýmis salöt og grænmetisbuff.
Meiri fróðleikur um baunir í matreiðslu.