Hráefni
- 300-350 g lasagnaplötur
- 1 1/2 dl parmesanostur eða annar ostur (26%)
Kjötsósa
- 500 g nautahakk
- 2 stórir laukar
- 3 hvítlauksrif
- 1 sellerístilkur
- 1 gulrót
- 6 dl kjötsoð (vatn+ teningur)
- 150 g tómatpurré
- 200g hakkaðir tómatar
- 1 tsk oregano
- salt og pipar
Hvít sósa
- 60 g smjör
- 8 msk hveiti
- 1 1/4 ltr mjólk
- salt og pipar
- örlítið múskatkrydd
Aðferð:
Saxið lauka og hvítlauk og skerið sellerí og gulrót í teninga. Steikið laukinn, bætið sellerí, gulrót og hvítlauk við og steikið áfram í 2-3 mínútur.
Bætið nautahakkinu á pönnuna og brúnið. Hellið 2 dl af kjötsoði saman við og látið krauma í nokkrar mínútur. Kryddið með tómatpúrré, oregano, salti og pipar og hellið afganginum af kjösoðinu út í. Látið malla í ca15 mín.
Hvít sósa:
Bræðið smjörið í potti, bætið hveitinu út í og hrærið. Hellið mjólkinni saman við í smáskömmtum og þeytið vel. Kryddið með salti, pipar og múskati. Þetta tekur smá tíma að þykkna.
Samsetning:
Smyrjið eldfast mót með olíu. Setið fyrst ca 1/3 af kjötsósunni, þá ca 1/4 af hvítri sósu og raðið lasagnaplötum yfir. Setjið þannig fleiri lög og endið á lasagnaplötum og afganginum af hvítu sósunni. Rífið ostinn og stráið yfir.
Bakið í 175°C heitum ofni í 1 klst.
stuðst við uppskrift af matseld.is
[rating:4]