- 300gr beinlaust, roðflett fiskmeti
- 2 laukar
- 3 hvítlauksrif
- 1 stk lítill, rauður chilipipar
- 1 meðalstór, sæt kartafla
- 100gr sveppir
- 2-3 msk tómatmauk
- 2 lítrar grænmetis- eða fiskisoð
- ólífuolía
- 1/2 msk karrýduft
- 1/2 tsk broddkúmen (cumin)
- salt og pipar
- ferskt kóríander
Skerið sætu kartöfluna í fremur litla bita, saxið lauk, hvítlauk, sveppi og chilipipar, steikið í olíunni, bætið við kryddinu. Bætið soði og tómatmauki út í og látið krauma þar til kartöflur eru orðnar meyrar. Smakkið til með salti og pipar. Skerið fiskmetið í bita og setjið út í um leið og potturinn er tekin af hitanum. Saxið kóríander og stráið yfir súpuna í skálinni.
Uppskriftin er fyrir um það bil 4.
Borið fram með góðu brauði.
3 thoughts on “Fiskisúpa”