Steiktu hakk u.þ.b. kíló
Settu í matvinnsluvél
- 2 dósir hakkaða tómata
- 1 stór dós tómatpúrra (eða 2 litlar)
- 1-2 laukar fer eftir stærð (skera í grófa báta)
- 1 paprika skorin í stóra bita
- sveppir skornir í fernt
- hvítlaukur 2-3 geirar rifnir ofan í með fínu rifjárni.
- Basilikku (ferska eða krydd)
settu af stað og maukaðu vel.
settu sósuna út á hakkið í pönnunni eða sósuna og hakkið í pott. Láttu malla undir loki á miðlungshita til að byrja með en lækkaðu eftir svona 35 mín. Láttu bara malla undir loki helst í 2 tíma en í lagi þótt það sé styttra en sósan verður bara betri ef hún fær að malla lengur. Nú er sósan þykk (ef þú vilt hafa hana þynnri seturðu minna hakk eða fleiri tómata)
Nú samsetningin í eldfasta mótið…
Láttu plöturnar liggja í vatni í svona 5-10 mín til að mýkja þær.
Kjötsósan kemur neðst svo ostasósa (eins og með nachos en getur prófað aðra ef þú vilt. Jafnvel kotasælu) plötur koma núna og svo oggupons rifin ostur. Aftur kjötsósa og ostasósan þar ofan á atur plötur en nú í minni einingum og svo nóg af rifnum osti ofan á… Gerðu eins mörg lög og þú vilt en ég (Hafrún Ásta) vil hafa þau tvö og kjötsósuna pínu þykka.
Með þessu ber ég (Hafrún Ásta) fram salat og hvítlauksbrauð
í salatið set ég (Hafrún Ásta); kál, gúrkur, tómata, papriku, blómkál, (fetaost), epli (eða annan ávöxt eða ber) svo brýt ég pecan hnetur yfir allt. Mjög gott.
settu þetta í ofn … í 25 mín við 200°C fyrst með álpappír svona 10 mín til að hita það vel í gegn svo án álpappírs til að gera ostinn gullinn og girnilegan