- 350 g spelt*, t.d. fínt og gróft til helminga
- 1-1 ½ msk vínsteinslyftiduft*
- smá himalaya eða sjávarsalt
- 2-3 msk kaldpressuð olía, t.d. kókos* eða ólífu
- 180 – 200ml dl heitt vatn
Blandið þurrefnunum saman í skál, ég set þetta gjarnan í matvinnsluvél með hnoðara. Bætið olíunni útí og endið á að setja vatnið rólega útí á meðan vélin er í gangi. Þegar deigið myndar kúlu í vélinni er það tilbúið. Stráið smá spelti á borð og fletjið deigið frekar þunnt út. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, leggið botninn þar oná og forbakið við 200°c í 3-4 mín. Látið rakt stykki oná botnana svo þeir haldist mjúkir. Þessi uppskrift gefur af sér 3 botna.