Guðmunda frænka sendi mér póst í sumar og bað um vöffluuppskriftina hennar mömmu hingað inn… betra er seint en aldrei 🙂
- 2 egg
- 2 msk sykur (má minnka eða sleppa)
- 1/2 tsk salt
- 400 gr hveiti
- 3 tsk lyftiduft
- 6 dl mjólk
- 120 gr brætt smjörlíki (nota sjálf smjör en ekki líki)
Egg, sykur og salt hrært aðeins saman. Öllu hinu hrært saman við, en bræddu smjörinu síðast.
Bakað í vöfflujárni þar til fallega gylltar að lit.