Klassískar þessar muffins sem ég hef bakað frá því að ég var bara krakki. Mamma bakaði þær oft og ég tók auðvitað við.
Sjálfsagt að prufa að skipta út jógúrtbragðtegundum, ég hef t.d. stundum sett karamellujógúrt í stað kaffijógúrtsins en nota það samt oftast.
Uppskiftin hljómar svona 😉
- 5dl hveiti
- 4dl sykur
- 220gr smjör
- 3 egg
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk natron
- 100 gr súkkulaði (saxað) (nota oft siríusdropa og þá allan pokann)
- 1 lítil dós kaffijógúrt
Sykur, smjörlíki og egg hrært vel saman, öllu blandað svo saman við nema súkkulaðinu. Súkkulaðinu bætt við í lokin og blandað saman við með sleikju.
Sett í möffins form og bakað við 200°c í ca 15 mín