- 250gr smjör/smjörlíki
- 250gr sykur
- 4 egg
- 1 tsk lyftiduft
- 300gr hveiti
- 400-500gr rabarbari
- 25gr möndluflögur *
Hrærið saman smjör og sykur, létt og ljóst. Hrærið eggin saman við, eitt í einu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið vel.
Klæðið aflangt mót með bökunarpappír og hellið hrærunni í. Skerið rabarbarann í bita og stingið í deigið. stráið því næsti sykri og möndluflögum* yfir.
Bakið neðarlega í ofninum við 175°c í 45 mín.
Látið kökuna bíða í 10 mín í ofninum. Berið kökuna fram volga með þeyttum rjóma.
* má sleppa