3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 bolli brætt smjör/smjörlíki (ca 200gr)
2 tsk vanilludropar
2 egg
1 2/3 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 bollar haframjöl
2 bollar brytjað súkkulaði. (Ég nota rosa oft Mónu rjómasúkkulaðidropana og sker þá til helminga. Þarf að mig minnir ca 2 pakka af þeim. Annars nota ég líka bara Nóa Siríus rjómasúkkulaði. Finnst ekki jafn gott að nota suðusúkkulaði)
1 bolli rúsínur
Ofn hitaður í 160°C
Hræra saman sykri, púðursykri og smjöri þangað til þetta veðrur ljóst og létt í sér.
Bæta við vanilludropum og eggjum.
Ég mæli svo þurrefnin öll saman í skál og sigta þau, þ.e. hveitið, matarsódan og saltið og hræri þeim aðeins saman og helli svo út í.
Svo blanda ég saman haframjöli, súkkulaði og rúsínum í skál og hræri út í.
Set bökunarpappír á plötu og nota 1/4 bollamál fyrir hverja köku. Þetta verða svona stórar þykkar ekta amerískar kökur. Ef þið viljði hafa þær minni og svona týpískar íslenskar þá bara helminga þetta.
Bakað í ca 18-22 mínútur, fer eftir ofninum bara en þið sjáið það nokkurnvegin þegar þær eru orðnar aðeins gylltar. Kæla svo og borða eða setja í box. Oftast finnst mér best að gera þetta kvöldið áður og setja í box með brauðsneiðum til að mýkja þær upp.
Þessi uppskrift gerir uþb 22-24 stórar kökur.
Fékk þessa hjá Villý
[Rating:4]
Takk kærlega fyrir Dagný mín, saman hafa uppskriftin þín og baksturhæfileikar frúarinnar minnar gert mig mjög glaðan 😀
haha, enjoy!