“Rabarbarapæið hans Alberts”
- Rabarbari niðurskorinn (nóg til þess að hylja botninn)
- 200gr smjör/smjörlíki
- 1 bolli hveiti
- 1 bolli sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk vanillusykur
- 2 egg
Brytjið rabarbarann setja í botn á eldföstuformi (botnfylli). Bræðið smjör í potti, blandið þurrefnum út í og loks eggjum. Hrærið saman og hellið yfir rabarbarann. Bakið við 18ö°c í 25-30 mín
Ef vill má setja 1 tsk af kókosmjöli eða smá engifer (rifið) út í deigið.
Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.
Birtist í tímaritinu Húsfreyjan vorið ’07
[Rating:5]