Alvöru Íslenskar pönnukökur
Smjörlíkið er brætt og látið kólna. Þurrefnin sigtuð saman í skál. Helmingnuum af mjólkinni er bætt út í og hrært vel í kekkjalausan jafning. Eggið/in er látið í, síðan það sem eftir er af mjólkinni ásamt dropunum. Smjörlíkinu er hrært saman við.
Pannan er hituð á miðstraum. Pönnukökunar losna svo auðveldlega frá pönnunni að hægt er að snúa þeim í loftinu.
Íslenskar pönnukökur eru bestar nýbakaðar með sykri eða sultu og þeyttum rjóma.
Verði ykkur að góðu!
jésus hvað þetta er hallærislegt, ég á þessa uppskrift uppí skáp, hún fylgdi með pönnukökupönnu sem ég keypti í kringlunni!
heh, það má velvera – ég fékk hana hinsvegar uppskrifaða frá vinkonu minni – get lítið að því gert þótt aðrir fái uppskriftir annarstaðar frá…
takk;o) fannst æðislegt að geta fundið þessa uppskrift á netinu þar sem ég næ ekki í mömmu í augnablikinu og gat enganvegin munað þetta;o)
haha, minnsta málið 🙂
njóttu!
fannst pönnukökurnar æðislegar og fljótlega gerðar ! namm ^^
Þetta eru æðislegar pönnukökur. 🙂 Takk fyrir ig.
njóttu vel 🙂
Takk æðjslega! Ég bý í ameríku og var algjörpega búin að gleima þessu.
Frábært!