bakaði þesar súkkulaðibitakökur um daginn og þær voru voða vinsælar
set uppskriftina inn sérstaklega fyrir Sigurborgu
- 125 gr smjör/smjörlíki
- 125 gr púðursykur, helst ljós (2,08dl)
- 50 gr sykur (0,8dl)
- 1 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 175 gr hveiti (2,9dl)
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk natron
- 200 gr súkkulaðidropar
- 50 gr saxaðar valhnetur (má sleppa)
ofn hitaður í 190gráður, smjör, púðurs. og sykur hrært vel saman, eggin hrærð saman við ásamt vanilludr.síðan hveiti, salt og natron en ekki allt í einu, síðast súkkulaði og hnetum. Sett með teskeið á smurða plötu og bakað í ca. 8 mín (ekki of lengi því þær eiga að vera mjúkar og seigar) ef óskað er eftir brúnum kökum má bæta við 1 til 2 msk. af kakói það er mjög vinsælt af krökkunum þessar eru ekta amerískar og hrikalega góðar!!
Ég reyndar notaði Vanillusykur þar sem ég fann ekki vanilludropa Heh reyndar laumaði því einhver að mér að þeir væru ekki til, sama gilti um kardimommodropa þannig að ég á núna Vanillusykur og kardimommukrydd.. ekkert verra bara passa sig að setja kannski frekar minna heldur en hitt hehe
Sit einmitt með fullt box af þessum guðdómlegu kökum fyrir framan mig og gúffla þeim í mig! Veit ekki hvað Bogga er búin að baka þær oft síðan hún kom frá ykkur en þær stoppa mjög stutt við. Til hamingju með nýja uppskrifavefinn.
takk takk, þær eru rosagóðar 🙂
sérstaklega nýjar 🙂