Mamma lumar á mörgum góðum uppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin.
Okkur Ásu Júliu þykir mjög vænt um þær stundir sem við höfum átt með m/ömmu undanfarin ár þar sem hún er búin að græja kleinudeig og Ása Júlía tekur að sér að skeraogsnúa á meðan við mamma skiptumst á að standa yfir steikarpottinum.
Auðvitað varð ég að passa upp á að fá þessa í safnið mitt og nyttum við yngri mæðgurnar vetrarfríið í að spreyta okkur á að græja þær hérna heima alveg einar en með ömmu á kanntinum símleiðis ????
En hér er uppskriftin úr safninu hennar mömmu.
Royal – kleinur
- 1kg hveiti
- 250gr sykur
- 100gr smjörlíki
- 2 stk egg
- 10tsk lyftiduft (ath mamma segist sjálf nota 7 ríflegar tsk)
- 1 1/2 tsk sléttfullar Hjartasalt
- 2 tsk kardimommur
- 1/2L nýmjólk
blandið saman þurrefnum, myljið smjörlíkið út í. Bætið þar út mjólkinni og í eggjum. Hnoðið deigið, fletjið út og mótið kleinur.
Steikið í vel heitri jurtafeiti. Mamma notar blöndu af palmin feiti og tólg þegar hún steikir kleinur en við notuðum bara palmin í þessari frumraun okkar og vorum með 3 kubba af palmin feiti (1.5kg) en eftir á að hyggja hefði ég viljað hafa þann 4ða með.
nýsteiktar kleinur