Þegar ég var lítil var amma alltaf með eitthvað heimabakað gotterí í boði.. oftar en ekki var það marmarakaka og vekur það því smá nostalgíu hjá mér að baka eina slíka.
Uppskriftin hennar ömmu hljómar svona:
- 150gr smjör eða smjörlíki við stofuhita
- 1,5dl sykur
- 4 lítil egg
- 5 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk vanilludropar
- 2 dl mjólk
Kakódeigið
1/3 af hvíta deiginu tekinn til hliðar og bætt við:
- 4 tsk kakó
- 2 tsk sykur
- 1,5-2 msk vatn
Aðferð:
Egg og sykur þeytt þar til létt og ljóst, því næst er því sem eftir er á listanum bætt við og blandað vel.
Taktu þriðjung af kökudeiginu, láttu það í sér skál og bættu við það kakói, sykri og vatni. Þá ertu komin með brúnt kakódeig.
Helmingur hvítadeigsins sem eftir er í smurt mót og þá kakódeigið og efst afganginn af hvíta deiginu.
Bakaðu kökuna neðst í ofni við 175°c í 35-45 mín.