Hrekkjavökupartý í skólanum hjá báðum eldri krökkunum þessa dagana. Við dunduðum okkur við að skreyta smá fyrir bæði partýin, deildum þessu bara niður á þau og svo er auðvitað alltaf eitthvað afgangs!
Það sem þarf er
- 50gr smjör
- 1 poki litlir sykurpúðar
- ca 180-200gr Rice Crispies
- 1 poki Candy Melts (Fæst í Hagkaup og Allt í köku)
- Augu (kökuskraut) eða hvíta súkkulaði dropa og suðusúkkulaði.
Smjörið og sykurpúðarnir eru bræddir í potti við vægan hita. Þegar þetta hefur blandast í góða nokkurnvegin kekkjalausa leðju er potturinn tekinn af hitanum og Rice Crispies er bætt útí.
Blöndunni er þvínæst hellt í vel smurt eða pappírsklætt form (klassískt að nota form sem er 32x23cm) sjálf nota ég oftast djúpu ofnskúffuna mína því ég vil ekki hafa þetta of þykkt. Blöndunni þjappað vel í formið, mér finnst gott að vera með aðra örk af bökunarpappír og leggja yfir, þrýsta svo ofan á blönduna & pappírinn með skurðarbretti.
Kælt vel.
Á meðan blandan er að kólna þá er best að hefjast handa að bræða súkkulaðið eða Candy Melts (fæst í Hagkaup & Allt í köku). Ég keypti bara appelsínugulan í þetta sinn en það getur verið gaman að vera með fleiri liti 😉 Ég ætlaði að reyna að finna kökuskrautsaugu en fann bara svo rosalega stór (á stærð við 1 kr) að þau henntuðu ekki í þetta sinn þannig að ég keypti bara hvíta súkkulaði dropa og suðusúkkulaði til þess að útbúta augu á skrímslin mín 😉
Þegar blandan hefur verið kæld þá er hægt að skera hana niður í ferninga, ég er sjálf ekki nógu ferkönntuð til þess að verða að hafa þá alla jafn stóra þannig að þeir eru svolítið allskonar hjá mér 😉 gefur líka skemmtilegar útgáfur af Skrímslum!
Hverjum ferning er því næst dýft ofan í bráðið súkkulaðið (þetta litaða) og lagt til hliðar á smjörpappír.
Ef þú átt svona “augu” þá er um að gera að skella þeim á á meðan súkkulaðið er enn blautt en annars er betra að bíða aðeins og þegar það er farið að storkna að hefjast handa með næsta lit, eða þann hvíta sem er grunnurinn fyrir augun. Ég kaus að nota tannstöngla til að setja hann á og svo suðusúkkulaði fyrir augasteinana sem ég setti líka á með tannstönglum.
Heppnaðist líka svona stórvel og krakkarnir í skýjunum 🙂
Geymist best í kæli!