Guðleif í vinnunni hjá mér kemur gjarnan með þessa útgáfu af pestói þegar hún sér um föstudagskaffið. Syndsamlega gott og klárast alltaf!
1 og 1/2 dl saxaðar döðlur
1 og 1/2 dl brotnar cashewhnetur
1/2 krukka fetaostur og smá af olíunni með
3/4 – 1 krukka rautt pestó (ég smakka bara til og bæti við ef mér finnst vanta meira pestóbragð Insk: Guðleif)
Byrjar á því að saxa niður döðlur frekar smátt – sett í skál ásamt fetaostinum (sem má einnig minnka ef bitarnir eru í stærri kanntinum) og Cashew hnetunum, blandað létt saman og svo er pestóinu bætt út í og öllu hrært saman, fínt að byrja bara á rúmlega 1/2 pestókrukkunni og bæta svo við.
Upprunalega útgáfan segir hún að sé með fleiri hráefnum sem hún kýs að sleppa.