1 poki brauð
2 d grænn aspas í dós
2 d Campell’s sveppasúpa
nokkrar skinku/kjúklingaskinku sneiðar
1/2 dós sveppasmurostur
slatti af rifnum osti
aðferð:
Brauðið rifið í litla bita og sett í skál (taka skorpuna frá). Aspasinn settur saman við (gott að rífa hann svolítið í sundur líka – hella tæplega helming af safanum með í skálina. Smurosturinn og súpan (óhituð) fer því næst í skálina og að lokum er skinkan skorin í bita og blandað við.
Þessu er svo blandað vel saman í skálinni þar til þetta verður að góðri “klessu”, sett í eldfast fat og osti stráð yfir.
Bakað í miðjum ofni á 180°c í ca. 10-15mín eða þangað til osturinn er vel bráðinn og gullinn.
Fann þessa á Draumabörn.net
[rating:4]