eeeelska að gera konfekt fyrir jólin – skemmir ekki heldur að prufa nýjar uppskriftir. Það er að vísu komið svolítið langt síðan ég fékk þessa uppskrift frá samstarfskonu minni en ég verð að viðurkenna að ég bara gleymdi henni og svo datt hún í “fangið á mér” þegar ég var að skoða uppskriftabankann minn 🙂
Þær eru ótrúlega vel heppnaðar þó ég segi sjálf frá, er með aðeins minna af lime berki en talað er um, einfaldlega þaf því að ég átti bara 1 lime en hefði þurft 2 🙂
Þetta er himneskt og einfalt konfekt þar sem sítrusbörkurinn og kókosmjölið renna saman við hvítt súkkulaðið.
- 2 dl kókosmjöl
- 1,25 dl kókosrjómi (coconut cream)
- 375 g hvítt súkkulaði
- 1 1/2 tsk fínrifinn sítrónubörkur
- 1 1/2 tsk fínrifinn limebörkur
Setjið kókosrjóma, hvítt súkkulaði og rifna börkinn í skál og hitið varlega í vatnsbaði. Hrærið vel í þangað til að súkkulaðið hefur bráðnað og úr er orðin þykk blanda.
Setjið skálina í ísskáp og geymið í að minnsta kosti sex klukkustundir en helst yfir nótt.
Mótið litlar trufflur með teskeið og veltið upp úr kókosmjöli.
frá Önnu Svandísi