Við skelltum okkur í sumarbústað með vinahópnum fyrr í haust og þar voru þessi dásamlega góðu grillbrauð með matnum.
Þau eru algert sælgæti!
- 2 1/2 dl súrmjólk (ABmjólk er líka góð)
- 2 msk síróp eða hunang
- 1 tsk hjartarsalt
- 4-5 dl hveiti
Allt sett í skál og hrært vel saman, geymt í kæli í 60mín.
Þegar deigið er tilbúið er það tekið út og deiginu skipt í 12 til 15 búta sem eru flattir mjög þunnt út – hef stundum gert það bara með fingrunum en ef kökukefli eða hrein flaska/glas er til staðar þá er það best enda er best að hvert brauð sé um 1/2cm á þykkt.
Grillað c.a 3mín á hvorri hlið eða þar til gullinn blær lætur sjá sig.
hrikalega gott! 😀