Í vikunni fyrir jól eru haldin litlu jól í vinnunni minni, þar er samskotsborð þar sem allir mæta með eitthvað smá á hlaðborð … smá er líklega “understatement” þar sem fólk leggur misjafnlega mikið á sig. Magnea er ein þeirra sem fer “all in” með þetta og græjar dýrindis lifrarkæfu á hverju ári.
Hér er uppskriftin hennar 🙂
-
- 1kg lifrarkæfuefni ( keypt frosið úr Melabúðinni og afþítt)
- 2laukar smátt saxaðir (best að setja í matvinnsluvél)
- 1lítri sterkt svínasoð (best vatn og 1/2box oscar kraftur)
- 4egg
- Smjörlíki/hveitibolla (ca 100-150gr smjörlíki +hveiti í þykka bollu)
Smjörlíki og hveiti í pott, þynna smátt og smátt með svínasoði. Kæla lítillega, bæta lifrarkæfuefni út í og smakka til, þarf að bæta salti+pipar (best seasalt+mulinn svartur pipar)
Enda á að bæta tveimur + tveimur eggjum út í og hræra vel í á milli.
Dugar í eitt stórt eldfast mót (smurt með olíu) einnig hægt að setja í 2minni eða löng form.
Athuga að hægt er að frysta óbakað og nota síðar.
Bakað við 180gráður neðst á rimlum í ca 1-1 1/2klst fer eftir stærð móts (stórt mót 1 ½ klst, setja álpappír yfir ef fer að dekkjast)
Bera fram með maltbrauði og rifsberjasultu