Ég er alltaf að leita uppi leiðir til þess að nýta það sem garðurinn í Birtingaholtinu er að gefa… núna er mikið af stikilsberjum og fann ég þessa köku hjá Frk Kræsingar – mjög ljúffeng!
- 100gr mjúkt smjör
- 1 dl sykur
- 2 egg
- 0,5 dl hunang
- 1,75 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 100gr möndlur malaðar eða möndlumjöl
- 0,5 dl hunang (má vera aðeins minna)
- 150-200gr stikilsber (helst rauð)
Byrjum á því að hreinsa stikilsberin (taka stönglana og brúnu endana á botninum af) og skera þau í tvennt langsum og settja í skál.
0,5 dl af hunangi blandað við og látið marinerast í ca 30 mín.
Þeytið smjör og sykur þar til það verður létt og ljóst (má vera með handþeytara).
Setjið eggin út í einu í einu og þeytið áfram þannig að deigið haldist loftkennt.
Hrærið 0,5 dl hunangi saman við.
Blandið saman hveiti og lyftidufti og blandið saman við deigið
Malið möndlurnar í blandara/matvinnsluvél (eða skiptið út fyrir 100 g möndlumjöli)
Hellið deiginu í form sem er er á bilinu 24-30cm í þvermá. Hellið yfir stikilsberjunum og hunanginu og dreifið vel úr berjunum
Bakið við 175°c í 30-35 mín (ég setti í 30mín með blæstri, hefði mátt vera max 25mín).
Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís