Fyrir nokkrum árum var ákveðið á leikskólanum hjá eldri dótturinni að kynna fyrir börnunum hin ýmsu lönd bæði með smá fræðslu og þjóðlegum mat. Á þeim tíma voru þónokkuð mörg þjóðerni tengd leikskólanum, bæði börn og kennarar (held reyndar að það hafi lítið breyst).
Allavegana, Vessela sem var einn af kennurunum þá eldaði rétt sem hún sagði vera útgáfu af Moussaka frá hennar heimaslóðum – oft er þessi réttur með eggaldin en þessi er með kartöflum
Þetta er ca fyrir 4, við vorum 5 og smá afgangur eftir og yngsta borðar ekkert svaaaaaaaakalega mikið – bragðaðist mjög vel og kom skemmtilega á óvart.
Uppskrift:
- 400-500g. hakk (má vera lamba eða nauta)
- 500g. kartöflur (skornar í bita)
- 1 laukur (meðal stór)
- 1dós, niðursoðnir tómatar (maukaðir)
- salt (eftir smekk)
- pípar (eftir smekk)
- oregano (eftir smekk)
- kumen duft (eftir smekk)
Steikja kartöflur og laukinn, setja í eldfast mót.
Steikja hakkið, bæta tómötunum útí og kryddinu, ég setti ca tsk af öllum teg.
Setja í mót með kartöflulauksblöndunni ásamt smá skvettu af vatni.
Setja rifinn ost yfir og baka í 30mín á 180° (m/blæstri).
Borið fram með fersku salati