Hjá 2 eldri börnunum hefur verið hefð fyrir því að halda bekkjarpartý með hrekkjavökuþema dagana í kringum hrekkjavökuna. Þá er mælst til þess að allir komi með eitthvað smá á samskotsborð sem að sjálfsögðu er alltaf með ALLTOF miklum veitingum þar sem jú þetta eru um 60 krakkar í hvorum árgangi. Hvað um það, bara gaman að klína einhverju saman öðru hvoru. Í fyrra útbjó ég hvítt rice crispi “treats” með augum en í ár mundi ég alltof seint eftir því að partýið hjá syninum er í kvöld! Þannig að ég þurfti að hafa hraðar hendur í gær.
Skellti mér á google og pinterest og fékk þessa útkomu sem ég heimfærði aðeins úr “ameríkunni”.
- 50gr smjör
- 1/2 bolli púðursykur
- 3msk sýróp (bara það sem er til)
- 1 pakki rautt Jell-O (ég var með jarðaberja, en auðvitað hægt að nota hvaða rauða Jell-O sem er)
- ca 10 “bollar” poppað popp
Byrjum á því að poppa og kæla það aðeins! Við eigum poppvél þar sem talað er um að mixa 1tsk af feiti á móti 1/2 dl af poppmais og í þetta gerði ég ss 2faldan skammt eða 1dl af poppbaunum, henntaði mjög vel.´
Ofninn hitaður í 150°C og á meðan hann er að hitna þá græjum við “blóðið”
Sýrópið og smjörið brætt saman við vægan hita í litlum potti.
Púðursykrinum bætt þar í ásamt Jell-Oinu og látið malla saman í nokkrar mín (ca 5) og hrært í á meðan svo að ekki brenni við.
Dreift úr poppinu á ofnplötu sem búið er að klæða með bökunarpappír.
Nú þarf að hafa hraðar hendur því hlaupblandan storkar frekar fljótt þegar búið er að taka hana af hitanum. Hlaupblöndunni er hellt yfir poppið og hrært í því með t.d. 2 göfflum til þess að reyna að koma blöndu á eins mörg poppkorn og hægt er!
Ofnplötunni er stungið inn í ofn í ca 10 mín.Þegar sá tími er liðinn er platan tekin út og hrært aðeins aftur í blöndunni á meðan hún er heit og svo látið kólna lítillega.
Skellt í skál og svo er bara að njóta!