Uppfærð færsla með myndum og betri texta 🙂
Ég átti alltaf eftir að prufa þessa uppskrift, er nýlega farin að kaupa frysta þorskbita í Bónus, hef vanalega ekki verið hrifin af því að kaupa frosinn fisk en keypti þennan fyrr í vetur og sá poki kom svona ljómandi vel út. Krakkarnir eru hrifin af fiski en við erum búin að vera þónokkuð vanaföst með fisk og aðalega verið að græja bleikju eða lax þar sem krakkarnir borða best af því en þau borðuðu öll 3 vel af þessum 🙂
Uppskriftina er ég búin að eiga þónokkuð lengi en ekki komið mér í að prufa hana en hér er hún 🙂
- 500 gr roðflett ýsa eða þorskur
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk karrý
- 1/2 tsk dill
Ef um flak er að ræða þá er það skorið í passlega stóra bita. Pannan hituð og smurð og fiskbitunum því næst raðað á hana.
Saltinu, karrýinu og dillinu blandað saman í skál og því næst stráð jafnt yfir fiskinn.
Lok sett yfir pönnuna og látið krauma á minnsta straumi í 15 til 20 mín eða þar til hann er orðinn hvítur í gegn.
Borið fram með góðu salati og perlubyggi eða soðnum kartöflum.