Er ekki fiskifebrúar í gangi núna? held það, datt niður á þessa á þvælingi á netinu og ákvað að prufa 🙂 Þetta er svolítil slump uppskrift en ca það sem ég notaði fyrir okkur 5 í matinn (ok yngsta borðar á við fugl þannig að það má segja að þetta sé fyrir 4). Ég átti til þorsk í frystinum og tók út í gærkvöldi svo hann yrði reddy þegar við kæmum heim í dag.
Við erum alltaf að leita leiða til að innleiða fleiri máltíðir með fisk, fengum nóg af plokkfisk fyrir nokkru síðan og höfum verið aðeins of oft með “steiktan” fisk í ofni líkt og hefur verið svo vinsæll allstaðar.
En allir eru hrifinir af mat tengdan mexico í fjölskyldunni þannig að ég stóðst ekki mátið að prufa!
- ca 700g r Fiskur (þorskur eða ýsa, roð og beinhreinsuð)
- ca 1/2 bréf taco krydd
- 1 græn papríka
- 1 rauðlaukur
- rjómaostur
- salsasósa, mild
- rifinn ostur
- doritos
Ofninn hitaður í 200°C
Fiskurinn skorinn í bita og raðað í eldfast form.
Kryddað með taco kryddi eftir smekk, papríka og rauðlaukur saxað frekar smátt og dreift yfir. Rjómaosturinn tekinn með tsk og dreift yfir í “doppum” – má alveg vera ríflegt.
Salsasósunni hellt yfir allt saman, rifinn ostur þar yfir og svo smávegis af muldu doritos.
Sett inn í ofn í 25mín.
Borið fram með doritos, fersku salati og grjónum eða byggi.