Leifur á eina svona ekta æskuminningaköku – hann var ekki lengi að blikka systur sína til að baka eina slíka í sumar þegar við vorum í heimsókn í Odense þegar hann uppgötvaði að hún ætti uppskriftina!
Auðvitað gerði hún það 🙂
Ofninn er hitaður í 175°C
Kakan:
- 200gr smjör + til að smyrja formið
- 2dl sykur (ca 170gr)
- 3 egg
- safi úr 1/2 sítrónu + rifinn börkur
- safi úr 1/2 appelsínu + rifinn börkur
- 3dl hveiti (ca 180gr)
- 1 tsk lyftiduft
Hrærið saman smjörinu og sykrinum þar til ljóst og létt. Bætið eggjunum út í einu í einu.
Því næst er öllu hinu blandað út í og hrært létt.
Degið sett í smurt form og bakað í ca 45 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út 🙂
Á meðan kakan kólnar er glassúrinn útbúinn.
Glassúr:
- 2dl flórsykur (ca 100gr)
- 1msk sítrónusafi
- 1msk appelsínusafi
- 2-3msk rifinn börkur af sítrónu eða sultaðar appelsínur (t.d. plokka upp úr marmelaði ;))
Hrærið safann út í flórsykurinn og hellið yfir kökuna þegar hún er orðin köld.. skreytið með sítrónuberkinum.