- 5 tsk (2bréf) þurrger
- 2 dl heitt vatn
- 2 dl mjólk
Er hrært saman og látið bíða þar til gerið leysist upp eða fer að freyða aðeins
Því næst er :
- 2 msk matarolía
- 1tsk púðursykur
- 4-5 dl heilhveiti
- 4-5 dl hveiti
- 1/2 tsk salt
sett í skál og blandað lítillega saman og gerblöndunni hrært saman við rólega.
Allt hnoðað vel saman og látið hefast í a.m.k. 30 mín.
Hnoðað létt aftur og mótað í bollur, penslað með eggi og bakað við 180°C þar til þær hafa tekið fallegan ljósbrúnan lit.
– ath þetta er frekar stór uppskrift og náði ég ca 20 stórum lófastórum bollum út úr þessu 🙂