Krakkarnir mínir eru í hnetulausum skóla, reyndar þá hefur ekki mikið reynt á það nema þegar um svokallaða “sparinestisdaga” er að ræða.
Nú þegar skólakrakkarnir á ýmsum námskeiðum þar til við förum í sumarfrí og þá þurfa seðjandi, holl og góð nesti að vera í töskunum þeirra og verður þá væntanlega að taka tillit til þessa hnetulausaumhverfis þar líka eða mér finnst það amk.
Fótboltagaurinn minn hefur lengi verið hrifinn af svona hafrastykkjum (og reyndar múslíi líka) þannig að ég ákvað að leita uppi girnilega slíka uppskrift þar sem sú sem ég á og hef oft gert inniheldur hnetusmjör.
Grunninn að þessari fann ég á vef sem heitir “All recipies” innan um óhemju magn af hnetublöndum (þó nut free sé skrifað í leitir þá virðist stundum vanta uppá skilning fólks á því hvað séu hnetur).
Allavega hér kemur uppskriftin .
- 2 ½ bollar hafrar
- ½ bolli púðursykur (má jafnvel minnka enn meira í upphafi var þetta ¾ )
- 1 tsk kanill
- 1 bolli rúsínur eða önnur þurrkuð ber
- 1 bolli hveiti eða heilhveiti
- ¾ tsk salt
- ½ bolli hunang
- 1 egg (ath slá því saman)
- ½ bolli olía (kókos eða isio)
- 2 tsk vanilla
- Forhitið ofinn í 175ºC og smyrjið vel formið (ca 9×13”) sem nota skal eða klæðið það með bökunarpappír.
- Öllum þurrefnunum blandað saman í stóra skál (líka rúsínunum) – blanda vel.
- Búa til litla holu í miðjunni og setja i hana olíuna, hunangið og vanilluna. Hrærið vel saman og passið að ekkert sitji þurrt eftir í botninum 🙂
- Setjið blönduna í formið og þjappið vel. Ef maður vill fá þykkari stykki þá er óþarfi að dreyfa mikið úr blöndunni þar sem hún rennur ekki til í bakstri.
Bakið í miðjum ofni í 30-35 mín (getur verið semur, fer algjörlega eftir ofnum) eða þar til blandan hefur tekið gullbrúnan lit á brúnunum.
Kælið í smá tíma áður en skorið er í stykki, passið samt að kæla ekki alveg því það er auðveldara að skera á meðan blandan er svona hálf mjúk.
Pakka hverju stykki inn í álpappir til að viðhalda mýktinni eða “chewyness” og geymi í lofþéttu boxi eða ziplock.
Krakkarnir rifu þetta í sig í vikunni og því kominn tími á að gera annan skammt þar sem næsta vika full af námsskeiðum fyrir orkumikla krakka er bara rétt handan við hornið 😉