Bananahnetubrauðið hennar Ástu frænku
- 50gr smjör
- 1 bolli sykur (hrært létt og ljóst)
- 2 egg (bætt við einu í einu)
- 2 bollar hveiti
- 1tsk natron
- 1 bolli bananar (3 meðalstórir bananar stappaðir)
- ¼ bolli saxaðar pekan hnetur
Ofn hitaður í 180°C
Smjörið og sykurinn hrært þartil létt og ljóst. Eggjunum bætt við einu í einu og því næst hveitinu og natroninu. Bönunum hrært saman við og undir lokin pekan hnetunum.
Þessi uppskrift passar fínt í 1 stórt “brauðform” eða 2 lítil álform.
Bakað í 60mín