- 150 g mjúkt smjör*
- 1 bolli púðursykur
- 0,5 bollar sykur
- 2 egg
- 2 bollar og 2 msk hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 0,5 tsk salt
- 1,5 tsk vanilludropar
- 150-200gr suðusúkkulaði
- 1,5 bollar annað sælgæti ( td. 4 stk. Mars súkkulaði)
Takið 150gr af mjúku smjöri, bætið bolla af púðursykri út í og hálfum bolla af sykri setjið í skál og hrærið vel saman með skeið eða sleikju, alger óþarfi að blanda hrærivélinni eða handþeytaranum í þetta. Tveimur eggjum er síðan skellt út í, einu í einu og hrært vel á milli.
Að þessu loknu bætið þið 2 bollum og 2 msk hveiti saman við, 1 tsk matarsóda, hálfri af salti og 1,5 af vanilludropum.
Saxið suðusúkkulaðið gróflega, sem og annað gotterí sem á að fara saman við. Við höfum prufað að bæta við litlum sykurpúðum mars, hnetum, smá perlum ofl.. alltaf jafn syndsamlega gott.
Bakað í ca 20 mínútur við 180°
*má auðvitað skipta út fyrir smjörlíki og gera þ.a.l. mjólkurlausa 😉