Þessir þykja mér ofslega góðir… þeir líka hverfa þegar þeir eru settir á borðið. Fyrir veisluborð þarf í raun að lágmarki að gera 2falda uppskrift… hef klikkað á því sjálf 😉 Þeir eru í raun algert konfekt!
- 120gr púðursykur
- 250gr smjör*
- 360gr döðlur
- 6 bollar rice crispies
púðursykur, smjör og saxaðar/klipptar döðlur sett í pott og látið bráðna vel saman.
Rice crispiesinu bætt við og allt saman sett í form klætt með smjörpappír og kælt vel – ég hef sett formið í frysti í ca 1klst.
Súkkulaði brætt og sett yfir, skorið í munnbita/konfektstærð og borið fram.
*
Hægt er að gera þennan rétt mjólkurlausan með því að nota smjörlíki í stað smjörs og passa að brædda súkkulaðið séð suðusúkkulaði 🙂
Frá Víólettu