- 4 stórar rauðar papríkur
- 5-6 stk rauður chillipipar
- 1kg sykur
- 1 1/2 bolli borðedik
- ca 5 tsk sultuhleypir
Papríkan kjarnhreinsuð og skorin í stóra bita. Chillipiparinn og papríkan sett í matvinnsluvél og maukað (ath ekki hreinsa fræin úr chillipiparnum).
Maukið er sett í pott ásamt sykri og ediki og soðið í um það bil 20 mín. Sultuhleypi því næst bætt við og soðið áfram í ca 2 mín.
Sett í hreinar heitar krukkur og lokað strax.
Sultan á ekki að vera mjög þykk, hún stífnar við að kólna.