Þetta er kremið sem ég nota alltaf á mínar kökur 🙂
- 500 gr smjör (má skipta út fyrir smjörlíki)
- 400 gr flórsykur
- 1msk sýróp
- 1 tsk vanilludropar
- 2msk kakó ef brúnt krem annars sleppa.
Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst, bætið því næst kakóduftinu ef kremið á að vera brúnt og hrærið aðeins lengur. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í og matarlit ef vill.
Hrært vel saman í 1 – 2 mín.