- Laukur
- 2-4 geira af hvítlauk
- Gulrætur 3-4 stórar gulrætur (eða eftir list)
- Bréf af beikon
- Tómatapúrra
- 4 bringur af kjúlla (eða eftir því hversu svangt fólkið er)
Steikir laukinn, hvitlaukinn og gulrætur á pönnu
Bætir við beikoni
Og svo kjúllanum, kjúllinn er skorinn í frekar smáa bita
Þegar allt er orðið steikt bæti ég púrrunni við
Bætir við vatni (ég nota alltaf dósina undan púrrunni einu sinni)
Smá slettu af mjólk ef fólk vill
Ágætt að setja kjötkraft.
Það er upplagt að nota fleira grænmeti, t.d. papríku eða sveppi og í upphaflegu uppskriftinni þá er hvítvín líka bætt við
Látið malla í svona 10-15 mín, lækka hitann hér, það má alveg láta þetta malla í lengri tíma á lágum hita
Kryddað að vild (ég nota alltaf season all)
Borið fram með kartöflustöppu og kannski salati