Þessi er í uppáhaldi hjá okkur Leifi 🙂 Finnst ekkert verra að vera með frekar meira en minna af kjúklingi og flott að nota heilan kjúkling í stað bringu.
Hráefni:
- 3 laukar
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 fræhreinsaður chilli pipar
- 1 flaska granini tómatssafi
- 1.5 L vatn
- 1-2 tsk kóríanderduft
- 1-2 tsk Worchestershire sósa
- 1 tsk chilliduft
- 2 dósir niðursoðnir tómatar
- 4 kjúklingabringur
- Nauta- eða grænmetiskraftur eftir smekk
- Olía til steikingar
Laukurinn, hvítlaukurinn og chilli piparinn skorin frekar smátt og látið krauma í olíu í smá stund – hægt er að ráða svolitið styrkleika súpunnar eftir því hvort chilli piparinn er fræhreinsaður alveg, að hluta eða bara ekki neitt 🙂
Því næst er öllu nema kjúklinginum bætt út í og látið sjóða saman í um 20 mín.
Það gerir lítið til þó svo að Granini safinn finnist ekki en flaskan er um 700ml og ég hef oft notað góðan tómatsafa úr fernu sem er ca 1L – hef ekki tekið eftir miklum bragðmun.
Kjúklingurinn er skorinn í bita, gott að hafa þá frekar minni en stærri og hann svo steiktur á pönnu og kyddaður eftir smekk.
Þegar kjúklingurinn hefur verið eldaður í gegn er honum bætt út í pottinn og hitað vel.
Borið fram með sýrðum rjóma, rifnum osti, doritos snakki og brauði.
Þessi er úr eldhúsinu hjá Maríu á Hnit 😉