- 3 kjúklingabringur
- 1/2 laukur
- 1/2 – 1 rauðlaukur
- 1 rauð paprika
- 1 græn paprika
- 1 dós salsasósa
- 1/2 dós ostasósa
- sýrður rjómi (getur verið gott að hafa e-n bragðbættann)
- rifinn ostur
Kjúklingurinn er steiktur á pönnu og kryddaður eftir smekk, sett til hliðar.
Laukur og papríka steikt, salsasósunni og ostasósunni bætt þar út í og látið malla í smá stund.
Kjúklingnum bætt við.
Sett í Tortillakökurnar og raðað í eldfast mót (einnig hægt að raða þessu upp eins og lasagna), áður en þessu er stungið inn í ofn að þá er sýrður rjómi og rifinn ostur sett yfir, einnig getur verið gott að strá t.d. graslauk yfir ef sýrði rjóminn er “hreinn”.
Ofninn hitaður í 200°c og látið vera þar til osturinn er bráðnaður.
Meðlæti:
- Hrísgrjón
- Ferskt salat
[rating: 3,5]