Gamall kunningi minn hann Elmar setti inn á svæðið sitt fína uppskrift af nautagúllasi fyrir þónokkru síðan… ég hef svo aðeins fíniserað hana þannig að hún sé meira að okkar skapi og birti hana hér 😉
- 500-700gr Nautagúllas, frekar finna skorinn en hitt.
- 4-5 gulrætur skornar eftir smekk (fleiri ef þær eru litlar)
- 1 vænn, fínt skorinn rauðlaukur
- 200-300gr kvartskornir sveppir
- 4-5 meðal stórar kartöflur
- 1 græn papríka
- 1 dós tómatar í dós
- 1 teningur nautakraftur
- 1 teningur grænmetiskraftur
- 0,5-0,75l vatn
- 1 lítil dós tómatpúrra
- nokkur lárviðarlauf
- svartur pipar
- salt
- rjómi
Kjötið er steikt á pönnu, etv smá mulinn svartur pipar yfir, þegar það er orðið vel steikt og kannski aðeins farið að brenna bætum við við papríkunni, sveppunum, gulrótunum og rauðlauknum og látum krauma aðeins áfram.
Því næst er það 1 dós af kreistum tómötum og steikt saman í 10 mín. en við stanslausa hræringu.
Yfir þetta er hellt ca. 0,5-0,75l af vatni ásamt 2-3 lárviðarlaufum. Svona er þetta látið malla í 45 mín. Þá eru nokkrar kartöflur brytjaðar niður og látnar malla með í ca. 15 mín.
Þá er óhætt að bæta við 1 nautakraft og 1 grænmetiskraft. Eins er líka kominn tími á 1Msk tómatpúrru.
Síðan er allt gumsið kryddað eftir smekk með svörtum pipar, salti og hverju því sem kokkinn langar til.
Að lokum góð skvetta af rjóma og sósan látin sjóða aðeins niður. Ca. 20 Mín.
Borið fram með Chiabatta brauði og salati.
grunnurinn tekinn af elmarinn.net og bætt við nokkrum fíniseringum