- 1 bolli isio-jurtaolía
- 1 bolli dökkur púðursykur
- 1 bolli strásykur
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 1 1/2 bolli hveiti (heilhveiti eða spelt er líka í lagi )
- 1 tsk salt
- 1 tsk lyftiduft
- 3 bollar haframjöl
- 1 bolli rúsínur, súkkulaði, kókosmjöl eða hnetur (eða blanda af þessu )
Blandið saman olíu og sykri í skál og hrærið í með sleif. Bætið við eggjum og vanilludropum. Hrærið. Bætið þurru efnunum saman við blautu efnin. Síðast er haframjölinu bætt við. Bolli af rúsínum, brytjuðu suðusúkkulaði, kókosmjöli eða söxuðum hnetum eða möndlum má bæta út í eftir smekk.
Leggið bökunarpappír á ofnplötu og mótið litlar kökur í höndunum sem lagðar eru á pappírinn. Bakið í um það bil 10 mín við 150°c í blástursofni eða í 12 mín á 175°c.
Varast skal að baka þessar kökur of lengi. Best er að taka kökurnar út úr ofninum þegar þær hafa fengið ljósbrúnan lit.
Birt í morgunblaðinu fyrir jólin ’06.
[rating:3]