- 5 lítil epli
Afhýðið og kjarnhreinsið eplin, skerið í stóra bita. Sjóðið þau í potti þannig að vatn rétt fljóti yfir. Fáið upp suðu, hafið lokið á, lækkið hitann og látið malla þar til eplin eru orðin mjúk. Ef eplin eru gufusoðin eða bökuð í ofni eru þau kjarnhreinsuð og afhýdd eftir suðu. Stappið með gaffli eða notið töfrasprota. Notið soðvatnið ef þarf að fá mýkri áferð.
Þessi uppskrift gefur u.þ.b. 3 máltíðir.
fengið af foreldraskoli.is