- kartöflur
- rosmarin
- dill
- jurtaolia
- hvítlaukssalt
takið eldfast mót, slettið smá af jurtaoliu í botnin (þannig að það þekur allan botninn)
skerið kartöflur til helminga og svo í sneiðar, ca hálfsentimeters þykkar dreifið bútunum ofaní eldfasta mótið í eitt lag þétt saman slettið smá af jurtaoliu yfir kartöflurnar svo dropi á allar kartöflurnar.
stráið svo hvítlaukssaltinu, dillinu og rosmarininu yfir eftir smekk.
hitið í ofni við 200° ca 20 mín eða þar til kartöflurnar fara að roðna örlítið
borið fram eitt og sér eða með grillmat, fiski, steiktu kjöti osfrv.