fékk þessa hjá mömmu
- 2dl vatn
- 100g smjör
- 100g hveiti
- 4 egg
setja vatn og smjör í pott og láta suðuna koma upp.
bæta hveitinu saman við og hræra þar til það blandan festist ekki við pottinn.
kæla
Bæta eggjunum út í 1 og 1 í einu (einnig er sniðugt að brjóta eggin öll saman í skál og slá saman og hella blöndunni svo smátt og smátt útí).
Hræra deigið vel, það má ekki verða of lint.
Ef vill má setja tsk af sykri út í og ca hnífsodd af lyftidufti svo að bollurnar lyfti sér vel.
Móta bollur á bökunarplötu og stinga svo inn í ofn í 30 til 35 mín við 200°c. ath ekki má opna ofninn fyrstu 15 til 20 mín.