Þetta er mjög einfalt og rosalega gott…
NB skipta má skinkunni út fyrir e-ð annað og ég hef líka prufað að nota appelsínu í stað sítrónunnar.
300g Tagliatelle
Salt
1msk ólífuolía
100g góð skinka
1 sítróna
2 egg
Nýmalaður pipar
2-3 msk nýrifinn parmesanostur (eða ostakurl)
Pastað soðið í saltvatni skv leiðbeiningum á umbúðum. Á meðan er olían hituð á pönnu, skinkan skorin í litla bita og steikt þar til hún er farin að taka lit; hrært nokkrum sinnum.
Börkurinn rifinn af sítrónunni í stóra skál og safinn kreistur yfir. Eggjunum þeytt saman við ásamt pipar.
Þegar pastað er soðið er því hellt í sigti og látið renna af því en síðan hvolft í skálina. Skinkunni hellt yfir ásamt olíunni og blandað vel. Ostinum stráð yfir, blandað lauslega og borið fram strax.