Leifur fékk þessa uppskrift hjá foreldrum sínum og biður mig að græja þetta deig á hverju ári… það hefur ekki komið fyrir enþá að ég hafi bara gert einfalda uppskrift… iðulega er hún amk 3föld – eitt árið 8föld!
250 g hveiti
125 g sykur
125 g smjörlíki
2 1/2 msk sýróp
2 tsk kanill
3-4 tsk negull
1/2 tsk pipar (hvítur)
1 tsk natrón
ca. 1/2 egg
Allt hráefnið er sett í skál og hnoðað. Þegar blandan er orðin fallega brún og allt búið að samlagast vel er gott að skella deiginu í smá tíma í ísskáp – þarf ekki að vera lengi.
Gott er að taka deigið út í smá skömmtum, bara eins og þarf að nota og geyma rest í kæli þar sem það er auðveldara að vinna með það kalt.
Deigið er aðeins hnoðað og svo flatt út, skornir út “karlar og kerlingar” eins og segir í leikritinu og því næst sett á plötu og inn í ofn við ca c.a. 200 °C í 6-8 mín.