- 1 pakki Homeblest kex (má skipta út fyrir annað, t.d. LU kanilkex)
- smá brætt smjör (til að festa botninn saman)
- 1 peli rjómi þeyttur
- 1 stór dós vanilluskyr (KEA)
- Dönsk kirsuberjasósa með heilum kirsuberjum (fæst í t.d. Krónunni er frá Den Gamle Fabrike)
Kexið mulið, bræddu smjörinu hrært út í og sett í botninn á kringlóttu formi, gott að þjappa með skeið. Rjóminn þeyttur og blandað saman við vanilluskyrið. Hrærunni hellt yfir kexið. Skutlað í frysti í smá stund og svo kirsuberjasósunni hellt yfir þegar tertan er tekin út.
Frábært skyrtetra