Hráefni:
- 5 1/2 dl hveiti
- 5 dl sykur
- 6 msk kakó
- 2 tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 1 1/4 dl matarolía
- 2 tsk vanilludropar
- 2 msk eplaedik
- 5 dl vatn
Hitið ofninn í 180. Smyrja form með olíu eða smjörlíki og strá hveiti inn í
Hveiti, sykur, kakó, matarsódi og salt sett í skál og blandað vel saman. Blöndum svo þurrefnunum saman við vökvann – matarolíuna, vanilludropana, eplaedikið og kalda vatnið. Öllu blandað saman í hrærivél. Deiginu svo hellt í formið og bakað í 35 mín. eða stinga prjóni í og ef ekkert festist við þá tilbúið.
Krem
Hráefni:
- 2,5 dl smjör (brætt)
- 4,5 dl flórsykur
- 1 msk marmelaði
- 5 msk kakó
Öllu hrært saman og svo smurt á kökuna.
Fékk þessa frá Evu Mjöll
[rating:4]