Best að kalla þetta bara það sem þetta er er það ekki ?
Ég er léleg í að borða morgunmat – hef alltaf verið það – er að reyna að taka mig á og er þetta orðið svona nokkurnvegin minn go to morgunmatur + drykkur/boost.
Rakst á fyrir nokkrum árum sniðuga muffinsuppskrift sem eru í raun bara hafragrautur og er búin að þróa hana svona meira fyrir minn smekk 😉
Grunnurinn minn er svona:
Hafragrautarmuffins
- 250gr tröllahafrar
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- ríflega 1 tsk kanill
- Smá salt
- 1 vel þroskaður banani, stappaður
- 200-250ml abmjólk (mér finnst best að nota ABmjólk en auðvitað má nota kúamjólk/jógúrt/möndlumjólk/ogsvofrv)
- 1 msk kókosolía (má líka vera ólívu eða hvað sem henntar þér)
- 1 tsk vanilludropar
Hrært vel saman og skipt í form.
Bakað í ca 30 mín við 190°C
Ég nota stök silicon form og fæ allt að 12 út úr einfaldri uppskrift. Sjaldnast læt ég þetta vera bara svona heldur bæti t.d. eplabitum eða fræjum út í og oftast geri ég 2falda uppskrift og set hluta í frystinn.